CHERRY original


CHERRY, sem var stofnað árið 1953 hefur þróast yfir í að verða einn fremsti framleiðandi heims á lyklaborðum, músum og öðrum fylgihlutum.
Þrátt fyrir meira en 65 ára reynslu heldur CHERRY áfram að framleiða nýstárlegar vörur sem eru fallega hannaðar, endingargóðar og í hæsta gæðaflokki.

Tímalaust og endingargott: Fagmenn þekkja og treysta gæðunum hjá CHERRY.


 

CHERRY gæðin eru viðmið fyrir tölvufylgihluti af ýmsu tagi. Lyklaborðssett, mýs, lyklaborð, MX rofar og kortalesarar eru helstu vöruflokkarnir í dag.



CHERRY leggur áherslu á fjóra viðskiptavinaflokka:

  • Skrifstofur og iðnaður
  • Íhlutir
  • Tölvuleikjaiðnaður
  • Öryggisfyrirtæki

 

 

Til hægri: Höfuðstöðvar CHERRY í Auerbach, Þýskalandi (þá og nú)

  




Cherry lyklaborð
eru í hæsta gæðaflokki og sérlega endingargóð. Þau má nota hvort heldur er sem leikjalyklaborð eða fyrir almenna skrifstofuvinnu.




CHERRY mýs
fara sérlega vel í hendi og henta vel fyrir töluvleiki, skrifstofuvinnu eða myndvinnslu..




CHERRY lyklaborðssettin
eru gerð fyrir atvinnumanninn og taka tillit til þráðlausrar tækni, bestu rafhlöðunýtingar og almennra þæginda við notkun.



Umhverfið, sjálfbærni og öryggi


Verndun umhverfisins er mikilvægur þáttur í stefnu CHERRY og fyrirtækið er stolt að geta boðið vörur sem bera vottunina Bláa engilinn. Sú vottun er aðeins veitt þeim vörum sem standast ströngustu kröfur um umhverfisvernd og endurvinnslu. Þá hefur CHERRY líka hlotið GS vottun, sem þýðir að vörurnar standast allar öryggiskröfur sem skilgreindar eru í þýskri öryggislöggjöf.


 




Settu þig í samband við CHERRY: