Despec Nordic Brands

Hjá Despec erum við stoltir dreifingaraðilar stórra og smárra vörumerkja innan stóru vöruflokkanna okkar fimm; Rekstrarvörur og pappír, Tæknivörur og fylgihlutir, Vinnuvistfræði og heilsa, Prentarar og skannar og Skrifstofutæki og skrifstofuvörur.

Við höfum gert dreifingarsamninga við meira en 80 birgja sem gerir það af verkum að vöruvalið er mjög gott bæði á breiddina og dýptina. Þetta þýðir að við getum aðstoðað lítil og stór fyrirtæki á norræna markaðnum eða þeim staðbundna að útvega spennandi vörur – hvort heldur er vörur sem við eigum á lager eða sem við sérpöntum.

Við endurskoðum vöruvalið okkar ört til að mæta sem best þörfum viðskiptavina okkar, tökum út vörur sem lítil eftirspurn er eftir og kynnum til leiks nýjar línur og ný vörumerki með reglubundnum hætti.

Við erum alltaf á höttunum eftir nýjum og spennandi vörum og vörumerkjum. Ef þér finnst vanta vörumerki í vöruvalið okkar, hikaðu ekki við að hafa samband.