Þegar þú notar venjulega mús er fullur snúningur á úlnliðnum, þ.e.a.s. lófinn vísar niður. Þetta er ekki náttúruleg staða. Þegar úlnliðurinn er í handarbandsstöðu er staðan hlutlaus. Það er auðveldara að halda þeirri stöðu og hún er á sama tíma þægilegri.
Því þægilegri sem setan við tölvuna er þeim mun meiru afkastar þú.
Vörurnar okkar eru í háum gæðaflokki, sem þýðir að þær endast lengi í daglegri notkun. Það er mikill kostur að viðskiptavinir okkar þurfa nú ekki að endurnýja vörunar eins oft, sem þýðir minni áhrif á umhverfið. Ef eitthvað bilar eigum við oft varahluti á lager sem auðvelt er að skipta um. Við erum svo sannfærð um gæði varanna að við höfum ákveðið að breyta ábyrgðinni úr hinni lögbundnu 2 ára ábyrgð í:
• Vörur sem ekki eru raftengdar: | Stöðluð 5 ára ábyrgð, lífstíðarábyrgð eftir skráningu |
• Vörur sem eru raftengdar: | Stöðluð 3 ára ábyrgð, 5 ára ábyrgð eftir skráningu |