Gerið fljótandi fundi skilvirkari með færanlegum skjám, skjávörpum og 360 gráðu fundamiðstöð, allt frá traustu vörumerki.

Hjálpar fyrirtækjum að aðlaga sig að fljótandi vinnuumhverfi og að auka afköst. Við kynnum glænýja línu frá RICOH. Sjallfundabúnað sem er hannaður til að gera fundina skilvirkari og að auka virkni þátttakenda.

Línan inniheldur færanlega skjái, laserskjávarpa og 360 gráðu fundamiðstöð.
 
 

 
Færanlegir skjáir

RICOH færanlegir skjáir eru ný kynslóð fisléttra skjáa fyrir beinni og skilvirkri þátttöku í snjallfundum. Með þráðlausri rafhlöðu og nettengingu er hægt að afhenda þá viðskiptavinum og vinnufélögum til að geta fyrirhafnarlaust deilt efni á snjallfundum.

15,6 tommu hágæða, háskerpu OLED 10 punkta fjölsnertiskjár gerir það einfaldara að mótttaka, yfirfara og búa til efni. Á sama tíma er notendum gert kleift að auðkenna, teikna eða bæta inn upplýsingum í efnið og taka þannig beinan þátt í fundinum, hvort heldur er á staðnum eða á netinu.

Þeir bæta líka fljótandi vinnu til muna, bjóða upp á tilvalinn annan skjá sem er auðvelt að taka með sér, setja upp og nota í litlu rými eða á ferðalögum.
 


 


RICOH færanlegur skjár 150

15.6”, 16:9, 1920x1080, OLED, 1ms, 100,000:1, 10-point Multi-Touch, USB-C Powered, Ultra-Lightweight færanlegur skjár.



 


 


RICOH færanlegur skjár 150BW

15.6”, 16:9, 1920x1080, OLED, 1ms, 100,000:1, Wireless/Miracast, 10-point Multi-Touch, USB-C/Li-Ion Battery Powered, Ultra-Lightweight færanlegur skjár.

 

 


 


RICOH Stylus Pen Type 1

18g, Wacom AES2.0 sensor, 4096 pressure detection, AAAA Battery-powered, Active Stylus fyrir RICOH færanlega skjái.


 

 
Laserskjávarpar

RICOH skjávarparnir eru sérstakir á svo margan hátt. Hvort sem þú ert í fjarvinnu, á skrifstofunni eða einhvers staðar annars staðar, þá endurskilgreina þeir handbókina . Það eru fimm fjölskyldur af RICOH laserskjávörpum, allt frá nettum plásssparandi laserskjávörpum upp í hágæðavarpa með mikilli skerpu.

Þeir eru allir einfaldir í uppsetningu, gefa mikla skerpu og endingargóða lýsingu og hafa getu til að varpa upp hágæðalitmyndum, stundum jafnvel í vel upplýstu rými. Hrifinn? Broad Use skjávarpinn varpar upp 300-tommu myndum í allt að 7.69 metra fjarlægð með 6,000 lúmena birtu. Fullkomnir fyrir fundi í litlu, meðalstóru og jafnvel stóru rými.

Standard Throw getur varpað 60 tommu mynd frá allt niður í 60sm fjarlægð á vegginn og Ultra Short Throw - PJ UHL3660 UST skilar hágæðaupplifun í hvaða rými sem er með 6,500 lúmena birtustigi, 4K Ultra HD upplausn og einstakri OptiBright* tækni. *OptiBright: Ricoh’s Twin Laser & Phosphor Combination Technology.

Svo, hvers konar þarfir sem þú hefur varðandi skjávarpa þá eru þessir færanlegu, öflugu RICOH varpar svarið.

 


 


 

Compact Laser Projectors

 


 
 

Standard & Short Throw Laser Projectors
  

UST Laser Projector
  
 

Broad Use Laser Projector
  


 

High End Laser Projectors
  

 
RICOH 360 fundamiðstöð

RICOH 360 fundamiðstöð er 3-in-1 myndbandsupptökuvél, hljóðnemi og hátalari sem tengir alla saman og breytir fundinum í upplifun. Þátttakendur á staðnum og þeir sem eru tengdir inn á fundinn munu upplifa að þeir séu allir á sama stað, þökk sé 360 gráðu yfirsýn tækisins og hljóðnema sem getur numið talað mál í allt að 6 metra fjarlægð.

Við gerum okkur grein fyrir því að það er erfitt að halda góðan fund án þess að hafa fullkomið hljóð og skýra mynd. Þess vegna er 360 fundamiðstöðin með innbyggðan hágæða hljóðnema, sem skilar hágæða hljóði í gegnum hátalarann og sjálfvirka myndstillingu sem sýnir alla þátttakendur í skýrri mynd, en státar einnig af flöktunarvörn.

Og vegna þess að í dag snýst vinnan ekki endilega um að vera á skrifstofunni er hægt að nota tækin hvar sem er, fyrir hvaða hóp sem er og hvaða fund sem er. Létt, vinnuvistfræðileg hönnun þýðir að það er auðvelt að staðsetja tækið á hvaða slétta yfirborði sem er, sem gerir það tilvalið fyrir fundi á skrifstofunni. Eða það er hægt að festa það á þrífót til að halda standandi fundi í verksmiðjugólfinu eða á hvaða viðburði sem er.

Með RICOH 360 fundamiðstöðinni virka fjarfundir ekki lengur eins og fjarfundir. Allir fá þá upplifun að þeir séu á sama stað.

 


 


RICOH 360 fundamiðstöð

Þessi 3-in-1 myndbandsupptökuvél, hátalari og hljóðnemi skapar yfirgripsmikla og raunsanna fundarupplifun. 360 gráðu háskerpu myndavél kemur öllum inn í myndina og hljóðneminn getur numið raddir fólks í 6 metra fjarlægð.