Despec á Íslandi er samstarfsaðili þinn hér heima og vera okkar á íslenska markaðnum, auk margra ára reynslu, tryggir yfirgripsmikla þekkingu á heimamarkaðnum. Það veitir okkur nauðsynlegar upplýsingar um markaðinn, sem auka samkeppnishæfni viðskiptavina okkar og viðskiptavina þeirra.
Þjónustan sem við bjóðum mun styrkja þitt fyrirtæki og við erum alltaf til staðar til að veita sérfræðiaðstoð, frábæra afhendingarþjónustu og mikilvægan markaðsstuðning.
Við gerum okkur grein fyrir því að þín viðskipti eru okkar viðskipti og við kappkostum að bæta þjónustuna og aðlaga hana enn frekar að þínum þörfum – nú og til framtíðar.
Despec á Íslandi leggur megináherslu á 5 vöruflokka; Blekhylki, dufthylki og pappír, tölvufylgihluti og búnað, vinnuvistfræði og heilsu, prentara, skrifstofutæki og skrifstofuvörur og við keppumst við að vera áfram sveigjanlegasti og áreiðanlegasti samstarfsaðili sem völ er á.
Við leggjum áherslu á bæði breidd og dýpt í vöruvali ofangreindra vöruflokka og endurskoðum vöruvalið ört til að mæta sem best þörfum markaðarins, tökum út vörur sem ekki seljast og kynnum nýjar vörur til leiks.
Með skuldbindingu og sveigjanleika að leiðarljósi veitum við viðskiptavinum okkar bestu og áreiðanlegustu þjónustuna. Þannig leggjum við okkar af mörkum til frábærs samstarfs, sem mun að endingu skila okkur öllum framúrskarandi niðurstöðu.
Velkomin til Despec á Íslandi.