Laus störf


Við erum alltaf að leita að hæfileikaríku fólki sem hefur metnað og ástríðu fyrir starfi sínu og starfsframa og sem vill hafa áhrif innan Despec. Ef þetta á við um þig, en þú finnur ekki starf á síðunni okkar sem hentar fyrir þig, ekki hika við að senda okkur almenna starfsumsókn. Ef við höfum starf sem hentar munum við hafa samband.

Laus störf:

Það eru því miður engin störf laus eins og er.


Persónuupplýsingar:

Þegar þú sækir um starf hjá Despec notum við upplýsingarnar um þig eingöngu í tengslum við umsóknina. Þegar ráðningarferli lýkur sjáum við til þess að öllum upplýsingum sé eytt.

Ef þú sendir okkur almenna starfsumsókn viljum við gjarnan fá að geyma hana hjá okkur í allt að 6 mánuði. Þannig getum við haft samband við þig ef starf losnar sem við teljum að muni henta þér. Að sjálfsögðu biðjum við um leyfi fyrir því sérstaklega. 

Tengiliður

Branch Office Manager,
Karl Brynjólfsson

Beint númer:   +354 544 5533
GSM númer:   +354 899 0032

Tölvupóstur: kb@despec.is


RÁÐNING & STARFSUPPHAF

Hvernig er ráðningarferlið?

Þegar þú sækir um starf hjá Despec og ráðningarferlið er hafið, reynum við að sjá til þess að uppbyggingin sé einföld og allir hlutaðeigandi séu upplýstir um stöðu mála. Við fylgjum reglum á hverjum stað. Þess vegna gætirðu upplifað mismun í ráðningarferlinu eftir löndum og deildum.

Hvort sem þú ert rétti aðilinn fyrir tiltekið starf eða ekki, er mikilvægt fyrir okkur að upplifun þín sé jákvæð og fagleg frá okkar fyrstu samskiptum.


Hvernig er starfsupphafið og starfsþjálfunin?

Þegar þú verður hluti af Despec máttu vænta þess að við gerum okkar besta til að þú sért sem best útbúinn fyrir nýja starfið. Yfirmaður þinn mun undirbúa starfsupphafið, sniðið að þér og þínu starfi. Auk þess um yfirmaðurinn sjá til þess að þú sért með mentor frá fyrsta degi. Mentor er vinnufélagi úr þinni deild sem þú getur spurt spurninga og sem mun fylgja eftir þjálfuninni og sjá til þess að þú verðir hluti af heildinni.