Vöruúrval


Flokkarnir fimm
Það er markmið okkar að vera bein tenging milli þín og framleiðandans. Þess vegna bjóðum við mikla breidd í vöruvali, virkilega samkeppnihæf verð og framúrskarandi þjónustu. Þannig hjálpum við þér að veita þínum viðskiptavinum enn betri þjónustu.


Helstu vöruflokkar okkar eru:
• Rekstrarvörur & pappír
 Tæknivörur & fylgihlutir
 Vinnuvistfræði & heilsa
 Prentarar & skannar
 Skrifstofutæki & skrifstofuvörur

 

 

 

Breiðasta og fjölbreyttasta úrvalið
Við erum stoltir dreifingaraðilar fyrir HP, Canon, Logitech, Artline, Pilot, Belkin, Brother, Samsung, Mousetrapper, Epson, Xerox, Leitz, Esselte, Kyocera, PNY, Dbramante, 3M, Steppie og marga fleiri. Reyndar höfum við tryggt okkur meira en 90 dreifingarsamninga sem veita þér aðgang að yfirgripsmiklu úrvali af tölvurekstarvörum og skrifstofuvörum á lager.


Reglubundin endurskoðun vöruvals
Við endurskoðum vöruvalið okkar ört til að mæta sem best þörfum viðskiptavina okkar. Vörum er bætt við og aðrar teknar út með reglubundnum hætti. Þar sem við á notum við líka “góður, betri bestur” skilgreiningar innan vöruflokka.


  

 

Afhendingarþjónusta


Afhending í nafni þíns fyrirtækis
Ef þú ert smásali sem vilt lágmarka birgðahald getur þú nýtt þér “drop-shipping” þjónustuna okkar, eða afhendingu í þínu nafni. Þetta getur sparað þér heilmikinn birgðahaldskostnað og vinnu í vöruhúsi. Ef þú nýtir þér “drop-shipping” lausn Despec munum við tryggja að nafn og merki þíns fyrirtækis prentist á afhendingarseðilinn rétt eins og ef sendingin kæmi frá þínu vöruhúsi. Við getum einnig boðið sértæka pökkun og merkingar að þínum óskum.


Gæði í hverri afgreiðslu
Hár gæðastaðall í hinum fjölmörgu daglegu afgreiðslum skiptir okkur miklu máli – og viðskiptavini okkar ekki síður. Við höfum mikið eftirlit með áreiðanleika afhendinga og tókum nýlega í notkun nýtt WMS (Warehouse Management Software) kerfi. Áreiðanleiki afgreiddra pantana er 99% svo þú getur treyst afhendingarörygginu fullkomlega. Þeir viðskiptavinir okkar sem gera pantanir í vefverslun geta sent inn pöntun eftir að vinnudegi lýkur og fengið hana afgreidda næsta virka dag.

Skilaréttur
Það er fullur skilaréttur á öllum lagervörum. Ef um sérpantaða vöru er að ræða er það tekið sérstaklega fram á reikningi að ekki sé skilaréttur á þeirri tilteknu vöru. Ástæður skilanna geta verið margvíslegar, svo sem vegna galla, að varan sé útrunnin eða hreinlega vegna þess að þú vilt hætta við kaupin.

 



 

 

Stuðningur við viðskiptavini


Viðskipti
Við byggjum á langtíma viðskiptasamböndum og leggjum mikið upp úr því að skilja þitt viðskiptamódel. Þegar þú kemur í viðskipti hjá Despec færðu þinn eigin Despec tengilið sem þú getur alltaf haft samband við og fengið aðstoð. Ástæða þess að þú færð sérstakan tengilið hjá Despec er að við viljum að þínum viðskiptum sé fylgt eftir, þú fáir alltaf bestu kjör og afhendingarskilmála og að þú missir ekki af neinum markaðsátökum. Allt starfsfólk Despec er samt sem áður hæft til að veita þér allar upplýsingar um vörur, verðlagningu og söluherferðir.


Markaðsstuðningur
Markaðsdeildin okkar getur útvegað þér það markaðsefni sem þú þarft og snýr að myndefni, söluherferðum og upplýsingum um vörur frá öllum okkar birgjum. Fréttabréf Despec og söluhverferðir sem eru birtar á despec.is innihalda upplýsingar og hugmyndir sem þú getur notað í þínu markaðsstarfi.  Markaðsdeildin okkar getur útvegað þér myndir af vörunum, vörulýsingar, sölustanda og annað efni til að stilla fram með vörunum.


Viðskiptaþjónusta
Þér er velkomið að hafa samband við viðskiptaþjónustu Despec og við ábyrgjumst hraða og skilvirka þjónustu. Starfsfólk okkar er með mikla vöru- og markaðsþekkingu og margra ára reynslu að þjónusta viðskiptavinina með bros á vör.


  



 

 

Þjónusta í vefverslun


Ink & Toner Guide
Mest notaða tækið okkar sem er í stöðugri þróun. Við erum stöðugt að bæta inn nýjum hylkjum fyrir sértækar tegundir prentara. Leitarvélin er aðgengileg öllum notendum vefverslunarinnar án endurgjalds og einnig er hægt að kaupa áskrift ef þú vilt setja leitarvélina upp í þinni vefverslun. Í dag erum við með 86.000 prentara á skrá. Fyrir þá prentara eigum við 9.000 tegundir af hylkjum á lager og upplýsingar um 15.000 tegundir í viðbót sem hægt er að sérpanta ef þau eru ennþá fáanleg.


Vefverslun með einstaka eiginleika
Sú framsýna ákvörðun var tekin árið 2016 að fjárfesta í gagngerri endurnýjun og uppfærslu á vefverslun Despec. Verslunin býður nú upp á flettileit, sýnd BID verð, IP-tölu læsingu, stuðning við uppflettingu í síma og frágang endursendinga auk hefðbundinna eiginleika líkt og uppfærslu notendastillinga, samtímanotkun margra innkaupakarfa, uppflettingu reikninga, pantanasögu, yfirlit yfir tilboð, eigin vörunúmer, eigið vöruval og svo náttúrlega leitarvélina fyrir blek- og dufthylki.


Innlestur
Despec styður allar tegundir innlesturs – allt frá CSV skrám í tölvupósti yfir í EDI sendingar í rauntímakerfi. Við nýtum sérfræðiþekkingu þriðja aðila við þessar tæknilausnir og notum nýjustu útgáfu af Microsoft BizTalk og öðrum tækjum til að auðvelda samskipti við samstarfsaðila og viðskiptavini.


Prisume
Prisume er sjálfvirk rekstrarvöruáfylling byggð á einfaldri og vandamálalausri lausn. Prisume einfaldar umsjón með tækjum með því að sameina það besta frá Despec Nordic og 3manager. Markmiðið er að hámarka og sjálfvirknivæða umsjón með prenturunum þínum.

Finndu út hvernig Prisume getur hjálpað þér að stjórna prentuninni og gera hana skilvirkari um leið og þú sparar tíma og kostnað.


 


 

 

Fjármálahlutinn


Sérverð – umsjón og yfirsýn
Síaukinn hluti viðskipta á sér stað á verði sem er samið um sérstaklega með tilliti til magns. Despec útvegar vörur í magni á sérumsömdu verði, sem gerir bæði framleiðendum og endurseljendum kleift að koma auknu magni af vörum í umferð á góðu verði.


Alhliða greiðslukjör
Þér eru boðin greiðslukjör og greiðslufrestur í samræmi við áhættumat og þínar þarfir.


Rafrænir reikningar og stuðningur frá fjármálasviði
Við erum alltaf til taks til að aðstoða þig. Hvort heldur er til að fá send afrit af reikningum, auðvelda afhendingu pantana eða yfirfara stöðu reikninga.