Persónuverndarstefna Despec


Í eftirfarandi texta getur þú lesið um stefnu Despec varðandi meðhöndlun persónugreinanlegra gagna sem þú lætur okkur í té þegar þú heimsækir vefsíður fyrirtækisins og nýtir þér mismunandi þjónustu í vefverslun.

 

Söfnun Despec á persónugreinanlegum upplýsingum

Við söfnum persónugreinanlegum upplýsingum sem þú gefur upp á vefsíðu Despec eða í samræmi við samþykki þar um.

Hvenær á söfnun sér stað

Þegar þú heimsækir www.despec.is munt þú verða upplýstur um söfnun persónugreinanlegra gagna. Notkun tiltekinnar þjónustu í vefverslun, svo sem innskráning í vefverslun, umsókn um starf o.s.frv. krefst þess að gefnar séu upp tilteknar persónugreinanlegar upplýsingar. Eins ef þú gerist áskrifandi að viðburðum eða fréttabréfum.

Hvaða upplýsingum er safnað

Persónuupplýsingar sem Despec safnar geta t.d. verið nafn, tölvupóstfang, heimilisfang fyrirtækis, starfsheiti og aðrar slíkar upplýsingar, auk innskráningarupplýsinga ef þú ert með slíkt í tengslum við notkun á þjónustuþáttum Despec. Því til viðbótar upplýsingar um aðgerðir þínar inni á www.despec.is.

Í hvaða tilgangi er upplýsingunum safnað

Despec safnar persónugreinanlegum upplýsingum til að skráning þín sé fullnægjandi eða til að geta veitt þér tiltekna þjónustu, veitt þér aðgang að tilteknum gögnum og til að geta sent þér fréttabréf og aðrar upplýsingar um fyrirtækið ef þú óskar eftir slíku. Ennfremur safnar Despec gögnum fyrir innri markaðsrannsóknir, beina markaðssetningu og til að halda utan um talnagögn. Eingöngu þeir sem óska eftir því fá senda tölvupósta og önnur skilaboð frá okkur með fréttabréfum tilboðum og slíku. Þú hefur alltaf tök á að afturkalla beiðnir um slíkt ef þú vilt ekki fá neinar þannig sendingar frá okkur.

Miðlun Despec á þínum persónuupplýsingum

Persónuupplýsingum þínum er miðlað á milli fyrirtækja í Despec samsteypunni, þ.m.t. dótturfyrirtækja og útibúa. Persónuupplýsingum þínum verður ekki deilt með neinum öðrum án þíns samþykkis, nema í þeim tilvikum sem lög kveða á um annað. Despec notar ekki þínar persónuupplýsingar í markaðslegum tilgangi, þ.m.t. til að senda þér tölvupóst með auglýsingaefni, nema þú hafir óskað eftir því og samþykkt.

Despec kann einnig að deila þínum persónuupplýsingum með yfirvöldum á hverjum stað eftir því sem lög kveða á um eða að undangengnum dómsúrskurði.

Meðhöndlun þriðja aðila

Despec kann að velja að nýta þjónustu þriðja aðila við geymslu gagna, þ.m.t. hvað varðar hugbúnaðargerð, vistun vefsíðu, afritun gagna af samfélagsmiðlum og tölvukerfis í heild, öryggismál og gagnavistun. Þínar persónuupplýsingar verða þannig í höndum þriðja aðila sem Despec hefur gefið fyrirmæli um að meðhöndla gögnin fyrir sína hönd. Gagnavinnsluaðilar nýta gögn þín eingöngu í þeim tilgangi sem þeim er safnað fyrir.

Þínar persónuupplýsingar kunna að verða fluttar til landa utan EU/EEA og landa sem ekki hafa sérstök lög um vernd persónugreinanlegra upplýsinga.

Despec skuldbindur slíka gagnaumsjónaraðila til að fara með þínar persónuupplýsingar sem trúnaðarmál og gera allar viðeigandi ráðstafanir til að koma í veg fyrir að gögnin geti fyrir mistök eða með ólögmætum hætti tapast, eyðst eða komist í hendur óviðkomandi aðila, misnotuð eða á annan hátt brotið í bága við lög um persónuvernd.

Vistun persónuupplýsinga

Despec geymir þínar persónugreinanlegu upplýsingar eingöngu á meðan þörf er á þeim til að nýta í þeim tilgangi sem þeim var safnað fyrir.

Vernd persónuupplýsinga

Despec leggur áherslu á að vernda gæði og heilindi persónuupplýsinga þinna sem best má vera. Despec hefur innleitt öryggisráðstafanir í þeim tilgangi.

Réttur þinn til að fá innsýn inn í hvaða upplýsingar Despec vinnur með

Þú átt rétt á að fá upplýsingar um hvers konar persónuupplýsingar um þig Despec vinnur með. Þú átt einnig rétt á að mótmæla frekari söfnun og notkun persónugreinanlegra upplýsinga um þig.

Notkun Despec á vafrakökum

Við notum vafrakökur á vefsíðunni. Vavrakaka er lítil textaskrá sem er vistuð í vafranum á tölvunni þinni, snjallsímanum, spjaldtölvunni eða hverju því tæki sem þú notar til að vafra um vefinn þegar þú heimsækir vefsíðuna okkar. Vafrakökurnar gera það mögulegt að bera kennsl á tölvuna þína o.s.frv. og safna upplýsingum um nethegðun þína, þ.m.t. hvaða síður hafa verið heimsóttar í gegnum vafrann og þær tryggja að eingöngu sé unnið á tæknilegum grunni. Í sumum tilvikum eru vafrakökur eina leiðin til að fá vefsíðu til að virka eins og til er ætlast. Vafrakaka er óvirk skrá og getur ekki safnað upplýsingum úr tölvunni þinni, né dreift vírusum eða öðru skaðlegu efni. Þær eru nafnlausar og innihalda engar persónugreinanlegar upplýsingar. Vafrakökur eru notaðar á svo gott sem öllum vefsíðum.

Leiðrétting eða eyðing þinna persónuupplýsinga

Ef þú vilt að Despec leiðrétti eða eyði persónugreinanlegum upplýsingum sem við höfum safnað um þig eða ef þú vilt ekki frá nein frekari skilaboð frá okkur, vinsamlegast hafðu samband.