Umsagnir starfsmanna
 
 


Ulf Gustenson, Nordic Product Manager

Despec er skemmtilegt fyrirtæki og vinnufélagarnir eru stærsta ástæða þess. Við erum sterk, við treystum hvert öðru og við vinnum að sameiginlegu markmiði og höfum um leið gaman af því sem við gerum. Hér setjum við heildina framar einstaklingnum.

 

 


Dorte Persson, Warehouse Assistant

Þegar fólk hittist heima fyrir eru allir vingjarnlegir við hvern annan. Mér finnst ég vera hluti af Despec, rétt eins og hluti af fjölskyldu og ég veit að mitt vinnuframlag er jafn mikilvægt og allra annarra á heimilinu


Daniel Sunneson, BID & Price Manager

Hjá Despec er “small business”-hugarfar jafnvel þó við séum stórfyrirtæki. Það er mikið hlegið innan veggja fyrirtækisins, en þar er líka mikil vinnusemi sem ég kann vel að meta. Despec hefur sýnt mér mikið traust og haft trú á sérfræðiþekkingu minni, sem hefur gefið mér færi á að vaxa í starfi sem og sem manneskja.

 

Håvard Husrem, Account Manager

Stærsti kosturinn við Despec er að mínu mati að við leitumst stöðugt við að bæta við nýjum vöruflokkum. Auk þess er ég mjög ánægður með vinnufélagana sem gera það að verkum að við getum svarað langflestum spurningum sem við fáum frá viðskiptavinunum. Þá er ekki síst ánægjulegt hvað viðskiptavinirnir taka vel á móti mér þegar ég ferðast um Noreg.


Marita, Customer Support

Frelsið og hvatningin sem maður fær til að þróa sjálfan sig og velta upp nýjum hugmyndum er það sem gerir hversdaginn spennandi. Á hverjum degi vinnum við að því að gera eins vel og við getum fyrir viðskiptavini okkar og um leið fyrir Despec.