Despec var stofnað í Danmörku í september 1992 með einungis 2 starfsmönnum, undir nafninu “Despec Supplies”. Despec – DEaler SPECialist – var fyrsta fyrirtækið á norræna markaðnum, í dreifingu á tölvu- og prentfylgihlutum (blek, duft, prentborðar), sem starfaði eingöngu á heildsölumarkaði. Í þá daga komu allar vörurnar frá móðurfyrirtækinu í Hollandi. Mest seldu vörurnar voru disklingar og prentborðar.
Á næstu árum jók Despec við starfsemi sína með því að fara inn á nýja markaði og auka vöruvalið. Systurfyrirtæki var stofnað í Noregi árið 1994. Tveimur árum síðar fylgdi Svíþjóð fordæmi Danmerkur og Noregs, þegar sænska fyrirtækið RCS Agenturer breytti nafni sínu í Despec Supplies AB og varð hluti af Despec fjölskyldunni. Á sama tíma bættust tölvufylgihlutir inn í vöruvalið.
Árið 2004 eignaðist hollenska Despec samsteypan það sem eftir stóð af hlutabréfum í Despec Svíþjóð og Despec á Norðurlöndunum var í fyrsta sinn í eigu sömu aðila og laut sameiginlegri stjórn. Despec Nordic Holding A/S var orðið til.
Enn í dag, meira en 20 árum síðar, heldur Despec sig við mjög strangt viðskiptamódel. Við seljum eingöngu vörur í heildsölu til endurseljenda á Norðurlöndunum.
Hjá Despec vinna meira en 170 starfsmenn í Danmörku, Noregi, Svíþjóð, Íslandi og Finnlandi. Við bjóðum mikla breidd og dýpt í vöruvali, auk ýmis konar þjónustu sem er ætlað að veita endursöluaðilum alhliða dreifingarlausnir og hjálpa þeim þannig að nýta sín tækifæri til fulls.