Við erum alltaf að leita að hæfileikaríku fólki sem hefur metnað og ástríðu fyrir starfi sínu og starfsframa og sem vill hafa áhrif innan Despec. Ef þetta á við um þig, en þú finnur ekki starf á síðunni okkar sem hentar fyrir þig, ekki hika við að senda okkur almenna starfsumsókn. Ef við höfum starf sem hentar munum við hafa samband.
Þegar þú sækir um starf hjá Despec notum við upplýsingarnar um þig eingöngu í tengslum við umsóknina. Þegar ráðningarferli lýkur sjáum við til þess að öllum upplýsingum sé eytt. Ef þú sendir okkur almenna starfsumsókn viljum við gjarnan fá að geyma hana hjá okkur í allt að 6 mánuði. Þannig getum við haft samband við þig ef starf losnar sem við teljum að muni henta þér. Að sjálfsögðu biðjum við um leyfi fyrir því sérstaklega.
Það eru því miður engin störf laus eins og er.
Branch Office Manager, Karl Brynjólfsson
Beint númer: +354 544 5533
GSM númer: +354 899 0032
Tölvupóstur: kb@despec.is
Hvernig er ráðningarferlið?
Þegar þú sækir um starf hjá Despec og ráðningarferlið er hafið, reynum við að sjá til þess að uppbyggingin sé einföld og allir hlutaðeigandi séu upplýstir um stöðu mála. Við fylgjum reglum á hverjum stað. Þess vegna gætirðu upplifað mismun í ráðningarferlinu eftir löndum og deildum. Hvort sem þú ert rétti aðilinn fyrir tiltekið starf eða ekki, er mikilvægt fyrir okkur að upplifun þín sé jákvæð og fagleg frá okkar fyrstu samskiptum.
Hvernig er starfsupphafið og starfsþjálfunin?
Þegar þú verður hluti af Despec máttu vænta þess að við gerum okkar besta til að þú sért sem best útbúinn fyrir nýja starfið. Yfirmaður þinn mun undirbúa starfsupphafið, sniðið að þér og þínu starfi. Auk þess um yfirmaðurinn sjá til þess að þú sért með mentor frá fyrsta degi. Mentor er vinnufélagi úr þinni deild sem þú getur spurt spurninga og sem mun fylgja eftir þjálfuninni og sjá til þess að þú verðir hluti af heildinni.
Með sterkri fyrirtækjamenningu sem metur samvinnu, sköpunargáfu og jákvætt vinnuumhverfi, leitast Despec við að vera vinnustaður þar sem starfsmenn dafna. Hjá Despec er vinnuumhverfið eitt af forgangsmálunum. Fyrirtækið leitast við að skapa andrúmsloft hreinskilni, virðingar og samvinnu. Með reglubundnum viðburðum, samveru og greiðum aðgangi að stjórnendum stuðlar Despec að jákvæðu og styðjandi umhverfi þar sem starfsfólk upplifir sig velkomið og metið að verðleikum.
Despec leggur mikla áherslu á að byggja upp sterk tengsl á milli starfsmanna. Þetta þýðir að við fáum mjög góðar umsagnir fyrir starfsánægju og vellíðan. Þau sem yfirgefa okkur segja gjarnan "Ef það er eitthvað eitt sem ég á eftir að sakna, þá er það samstarfsfólkið".
Hjá Despec eru samskiptin opin. Fyrirtækið ýtir undir menningu þar sem starfsfólki er frjálst að deila hugmyndum sínum, ögra stöðnuðu ástandi og stuðla að velgengni fyrirtækisins. Með því að hlusta á starfsmenn sína og gefa þeim tækifæri til að taka frumkvæði og ábyrgð skapar Despec andrúmsloft trausts og hreinskilni, þar sem allar raddir heyrast og eru metnar.
Við vinnum að skilvirkri hæfileikastjórnun. Þar eigum við við hvernig þú laðar að, þróar og gefur starfsmönnum þínum tækifæri á skipulagðan hátt. Þegar þú hefur hafið störf leggjum við okkur öll fram við að skapa vinnuumhverfi þar sem þú getur þroskast og haft áhrif. Frá fyrsta degi viljum við að starfsfólk okkar upplifi sig öruggt og finni að okkur er annt um það.
Við bjóðum góða vinnuaðstöðu, fullan lífeyrissparnað og stuðnig til heilsufarseflingar, hádegismat í rúmgóðri kaffistofu og síðast en ekki síst jákvætt vinnuumhverfi með reyndu og hjálpsömu samstarfsfólki.
Í stuttu máli sagt er Despec fyrirtæki sem setur vinnuumhverfi, vellíðan starfsfólks og jákvæða fyrirtækjamenningu í forgang. Með því að veita starfsfólki sem er jákvætt og vingjarnlegt framgang, góð hlunnindi og mikið rými, skapar fyrirtækið umhverfi þar sem starfsfólki líður vel og er tilbúið að gera sitt allra besta.
"Despec er skemmtilegt fyrirtæki og vinnufélagarnir eru stærsta ástæða þess. Við erum sterk, við treystum hvert öðru og við vinnum að sameiginlegu markmiði og höfum um leið gaman af því sem við gerum. Hér setjum við heildina framar einstaklingnum."
Ulf Gustensson,
Nordic Product Manager
"Þegar fólk hittist heima fyrir eru allir vingjarnlegir við hvern annan. Mér finnst ég vera hluti af Despec, rétt eins og hluti af fjölskyldu og ég veit að mitt vinnuframlag er jafn mikilvægt og allra annarra á heimilinu."
Dorte Persson,
Warehouse Assistant
"Stærsti kosturinn við Despec er að mínu mati að við leitumst stöðugt við að bæta við nýjum vöruflokkum. Auk þess er ég mjög ánægður með vinnufélagana sem gera það að verkum að við getum svarað langflestum spurningum sem við fáum frá viðskiptavinunum. Þá er ekki síst ánægjulegt hvað viðskiptavinirnir taka vel á móti mér þegar ég ferðast um Noreg."
Håvard Husrem,
Account Manager
"Frelsið og hvatningin sem maður fær til að þróa sjálfan sig og velta upp nýjum hugmyndum er það sem gerir hversdaginn spennandi. Á hverjum degi vinnum við að því að gera eins vel og við getum fyrir viðskiptavini okkar og um leið fyrir Despec."
Marita Hvitstein,
Customer Support
Skrifstofur okkar og vöruhús eru í Vatnagörðum 8, sem er miðsvæðis í Reykjavík með auðveldu aðgengi.