Að vinna hjá Despec


DESPEC SEM VINNUVEITANDI

Despec er fyrirtæki með sögu. Sögu sem byrjaði árið 1992 og segir okkur af hverju við náum árangri í því sem við tökum okkur fyrir hendur. Við álítum að það sé vegna þess að við leitum stöðugt nýrra tækifæra og nýrra markaða og höfum hugrekki til að fylgja því eftir. Þessi nálgun mun halda áfram að gera okkur að sveigjanlegu og kraftmiklu fyrirtæki með mikla aðlögunarhæfni.

Mannauðsstjórnun er í stöðugri þróun hjá okkur. Sem vinnuveitandi gerum við allt sem í okkar valdi stendur til að laða hæft starfsfólk að fyrirtækinu. Þegar þú hefur hafið störf leggjum við okkur fram um að skapa heilbrigt vinnuumhverfi og hjálpa þér að þróast í starfi. Frá fyrsta degi er markmið okkar að hugsa vel um starfsfólkið okkar.

Þegar þú gengur til liðs við Despec göngum við út frá því að þú hafir ástríðu fyrir því sem þú gerir og gerir alltaf þitt besta. Við trúum því að þannig hugarfar leiði Despec í átt að sameiginlegri sýn okkar. Sýn sem felur í sér að ganga alltaf skrefinu lengra til að veita bestu hugsanlegu þjónustu og lausnir til handa viðskiptavinum okkar og birgjum, til að nýta styrkleika sína til fulls. Við trúum því að þetta sé það sem gerir okkur að besta valkostinum fyrir endursöluaðila á tæknivörum og skrifstofuvörum.