Nobo snýst um hugmyndir – og um að muna eftir að skrifa þær niður og koma þeim í framkvæmd


Sem leiðandi fyrirtæki í fundabúnaði hjálpar Nobo til með að koma með hugmyndir, skrifa þær niður og koma þeim í framkvæmd. Við viljum hjálpa þér að halda bestu fundina og ráðstefnurnar og að nýta tíma þinn sem best með fyrsta flokks tússtöflum, flettitöflum, blokkum, töflutússpennum og fjölda annarra skrifstofuvara.


TÚSSTÖFLUR


Búnaður fyrir sjónræn samskipti hefur þróast mikið á undanförnum árum, þannig að í dag bjóðum við nútímalausnir sem falla að hönnun og uppsetningu nútímaskrifstofunnar. Með tússtöflu frá Nobo færðu stílhreina vel hannaða vöru í háum gæðaflokki. Nobo býður nokkrar mismunandi gerðir af tússtöflum þannig að allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi.

Impression Pro tússöflurnar eru í mjóum ramma og festingarnar eru snyrtilega faldar á bak við töfluna. Töflurnar eru fáanlegar í stöðluðum stærðum og í widescreen formi. Premium Plus töflurnar eru með hefðbundnar festingar á hornunum og eru fáanlegar í fjölda mismunandi stærða til að hámarka skrifflötinn. Essence línan eru segultöflur í álramma með enamelgljáa. Enamelgljáinn eykur endingu tússtaflanna til muna og hentar vel fyrir mikla notkun. Loks má nefna færanlegar flettitöflur sem er afgreiddar með rúmgóðum pennabakka sem festist neðst á töfluna.

 GLERTÖFLUR


Fallega hönnuð glertafla með afþurrkanlegu yfirborði auðveldar þér að punkta niður minnisatriði. Segulmögnuð, rammalaus tússtafla með afþurrkanlegum glerfleti, besta vörn gegn rispum og blekleifum. Mjög einfalt; skrifaðu, þurrkaðu burt og byrjaðu upp á nýtt.


 


FLETTITÖFLUR

 

Flettitöflur eru góð lausn til að gefa snögga yfirsýn yfir fundinn eða sem verkfæri fyrir hugarflug. Nobo býður flettitöflur á hjólum og á þrífæti, ásamt töflum með framlengingarörmum, þannig að allir ættu að finna lausn sem hentar.


 


ÚTSKIPTIRAMMAR


Vegghengdir útskiptirammar með álköntum. Hliðunum 4 er smellt upp, endurvarpsvarið glerið tekið úr, skipt um innihaldið, glerið sett í aftur og hliðunum smellt inn. Festist á vegginn með hornskrúfum með hornhettum yfir, sem gefur fallegan frágang. Útskiptirammarnir fást líka sem smellurammar.
Líka vegghengdir, einfaldir rammar. Þú tekur bara framhliðina af, skiptir um innihaldið og setur framhliðina í aftur með einföldum þrýstingi/smelli. Bakhliðin festist á vegginn með hornskrúfum.

  


UPPLÝSINGARAMMAR


Sjálflímandi rammar með segullokun. Með segulrenningum á jöðrum rammans sem þýðir að það er einfalt og fljótlegt að skipta um innihaldið og halda því öruggu á sínum stað.

Þeir festast vel á sléttu, flötu yfirborði, hvort heldur er standandi eða liggjandi, með sjálflímandi bakhlið og gegnsærri, mattri hlíf, sem verndar innihaldið og auðvelt er að þrífa.

 


 


UPPLÝSINGASKÁPAR


Segulmagnaðir, læsanlegir upplýsingaskápar
með glerhurð og hliðarlæsingu.

Álrammi sem festist á vegg með hornfestingum. Segulmagnaður flötur.

Fáanlegir til innan- og utanhússnotkunar.

 


 

 


SKRIFBORÐSTÖFLUR


Ef ekki er pláss til að setja upp veggtöflu getur skrifborðstafla verið góður valkostur. Töflurnar eru léttar og meðfærilegar og því auðvelt að færa til. Stílhrein hönnunin passar inn á allar skrifstofur og er frábær leið til að punkta niður minnisatriði og tilkynningar.FYLGIHLUTIR


Despec býður mikið úrval fylgihluta frá Nobo. Meðal annars byrjunarsett sem inniheldur allt sem þarf til að nota og viðhalda tússtöflunni.

Þá finnurðu mikið úrval af töflutússpennum sem henta frábærlega fyrir skóla, skrifstofur og til heimabrúks. Ef þú ert að leita að segultöppum finnurðu þá líka, í mörgum stærðum og litum og síðast en ekki síst hreinsivörurnar sem eru ómissandi fyrir alla sem nota tússtöflur.

Skoðaðu allt úrvalið í vefversluninni, en þar finnur þú líka ýmsa aðra fylgihluti frá Nobo.