Rexel pappírstætarar

Rexel er leiðandi fyrirtæki þegar kemur að pappírstæturum. Mikið úrval af handmötuðum og sjálfvirkum tæturum tryggir að þú finnur tegund sem hentar þér, hvort sem þú þarft að tæta 3 blöð eða 750 í einu . Vantar þig tætara fyrir stóra skrifstofu? Eða tætara fyrir heimaskrifstofuna? Ef þú ert ekki viss um hvaða tegund eða stærð þú átt að velja finnur þú ráðleggingar og leiðbeiningar á þessari síðu.


Ættirðu að velja handmataðan eða sjálfvirkan tætara?

Valið á milli sjálfvirks og handmataðs tætara veltur á nokkrum þáttum – meðal annars hversu hratt tætingin þarf að eiga sér stað og hvort þú vilt fylgjast með tætingunni til enda. Alla jafna bjóða öflugri tætararnir upp á hraðari tætingu.

 

 

Handmötuð tæting

Í raun er handmötuð tæting líka sjálfvirk, þar sem tætarinn sér um vinnuna fyrir þig, en þú þarft samt að setja blöðin í tætarann, nokkur í einu, ólíkt sjálfvirku tæturunum. Ef þú þarft bara að tæta nokkur blöð í einu væri handvirkur tætari góð lausn fyrir þig.

 

Sjálfvirk tæting

Sjálfvirkur tætari tryggir að öll blöð sem sett eru í hann eru tætt í einni lotu, í stað þess að þú þurfir að setja pappírinn í hann handvirkt. Þú getur sparað allt að 98% í tíma með því að velja sjálfvirkan tætara.

 

Viðhald

Til að halda tætaranum þínum við og tryggja að hann haldi áfram vinna eins og best verður á kosið er gott að setja olíu á hann reglulega. Eða u.þ.b. þegar þú tæmir pappírshólfið. Í flesta Rexel tætara er best að nota olíuarkir, sem fást í 12 eða 20 stykkja pökkum. Í suma tætara þarf líka að nota poka.